top of page
Baldur.jpg

VILHJÁLMUR BALDUR GUÐMUNDSSON

2. sæti

Ég heiti Vilhjálmur Baldur en er alltaf kallaður Baldur og er fæddur á Selfossi 3. nóvember 1975. Foreldrar mínir eru Guðmundur Bjarnason Baldursson frá Kirkjuferju og Jónína Valdimarsdóttir frá Selfossi, þau eru búsett á Kirkjuferju. Ég gekk í Grunnskólann í Hveragerði og eftir grunnskólagönguna lá leið mín í Fjölbrautaskóla Suðurlands þar sem ég nam húsasmíði. Ég útskrifaðist sem smiður árið 1996 og svo árið 2004 sem húsasmíðameistari. Í dag rek ég mitt eigið byggingarfyrirtæki.

Ég er giftur Sigríði Sigfúsdóttur frá Selfossi og saman eigum við fjórar dætur. Þær eru Vigdís Þóra fædd 2000, Jónína fædd 2002, Helga Guðrún fædd 2006 og Sigurbjörg Marta fædd 2008. Við hófum búskap á Selfossi og bjuggum þar til ársins 2006 en þá fluttist ég heim aftur að Kirkjuferju með fjölskyldu mína. Við fluttum í gamla húsið sem afi og amma mín byggðu og bjuggu. Á Kirkjuferju eru hestar, kindur og hundar.

Ég hef sinnt ýmsum sveitarstjórnarmálum á síðustu tveimur kjörtímabilum og sit í eftirfarandi nefndum á núverandi kjörtímabili:

Fræðslunefnd Hvergerðis og Ölfus    aðalmaður

Fjallskilanefnd    aðalmaður

Skipulags og umhverfisnefnd   varamaður

Framkvæmda og hafnarnefnd    varamaður

Bæjarstjórn    varamaður

Áhugamál mín eru útivist m.a. göngur og veiði. Ég hef líka mikinn áhuga á félags- og umhverfismálum.

Vilhjálmur Baldur Guðmundsson: About
bottom of page