top of page
Sigrun.jpg

SIGRÚN THEODÓRSDÓTTIR

8. sæti

Sigrún Theodórsdóttir heiti ég og er 55 ára. Ég er gift Jóni Ólafi Vilmundarsyni og eigum við saman fjögur uppkomin börn, sem hafa fært okkur yndisleg barnabörn. Ég er fædd í Reykjavík en hef búið í Þorlákshöfn í 36 ár og alið börnin mín upp hér.


Ég er menntuð sem félagsliði og hef starfað lengst af við þjónustu við eldri borgara hér í okkar samfélagi. Ég hef alla tíð verið virkur þátttakandi í því félagsstarfi sem að samfélagið okkar hefur boðið upp á hverju sinni. Til að mynda var ég einn af stofnendum Leikfélags Ölfuss á sínum tíma og er í dag formaður kórs Þorlákskirkju.


Að búa í Þorlákshöfn hefur reynst okkur fjölskyldunni vel, hér var gott að ala upp börnin og hef ég alla trú á því að hér verði gott að eldast.

Ég býð mig fram með það að markmiði að byggja ofan á þá þjónustu sem þegar er til staðar fyrir eldri borgarana okkar svo að þau geti átt þann möguleika á að fá að búa sem lengst hér með okkur í hamingjubænum Þorlákshöfn.

Sigrún Theodórsdóttir: About
Sigrún Theodórsdóttir: Pro Gallery
bottom of page