top of page
Katrin.jpg

KATRÍN ÓSK SIGURGEIRSDÓTTIR

6. sæti

Ég er 33ja ára, gift Ingvari Jónssyni grunnskólakennara og við eigum eina fjögurra ára dóttur. Ég er uppalin í Hafnarfirði en flutti til Þorlákshafnar árið 2006, stunda nám í Háskólanum á Akureyri í kennarafræðum og vinn samhliða því sem aðstoðarkona tannlæknis hér í Þorlákshöfn.

Áhugamál mín eru ferðalög, fjallgöngur, golf og veit ekkert betra en að vera í góðra vina hópi.

Ég hef fjölbreytta starfsreynslu sem ég tel að gefi mér víðara samhengi á starfsemi í sveitarfélaginu. Ég hef t.d. unnið sem leiðbeinandi á leikskólanum Bergheimum, messi á frystitogara, hótelstjóri, og var markaðs- og menningarfulltrúi Ölfuss frá 2016-2019 þegar kynningarherferðin Hamingjan er hér var sett í loftið.

Ég vil sjá sveitarfélagið vaxa áfram, vil sjá fjölbreyttari atvinnutækifæri í heimabyggð og áframhaldandi uppbyggingu á höfninni. Með vaxandi sveitarfélagi er þörf á stækkun grunnskólans og fjölgun leikskólaplássa sem verður með tilkomu nýs leikskóla.

Ég vil að hvatakerfið til kennaramenntunar verði bæði fyrir starfsmenn leik- og grunnskólakennara í Ölfusi óháð því hvort þeir séu starfsmenn sveitarfélagsins eða Hjallastefnunnar. Mikilvægi faglærðra kennara bæði í leik- og grunnskólum tel ég vera gríðarlegt því sú vinna sem þar er unnin mótar framtíðarsamfélagið okkar.

Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir: About
Katrín Ósk Sigurgeirsdóttir: Pro Gallery
bottom of page