top of page
Jon_Pall.jpg

JÓN PÁLL KRISTÓFERSSON

13. sæti

Jón Páll Kristófersson, Rekstrarstjóri

Ég er fimmtugur Þorlákshafnarbúi, sleit barnskónum í Hveragerði og á Selfossi en flutti til Þorlákshafnar í byrjun árs 1998 frá Akureyri þar sem ég var í Háskóla og útskrifaðist sem Rekstrarfræðingur á gæðastjórnunarsviði, Bsc.  Hingað flutti ég með konu minni Ólínu Þorleifsdóttur og elstu dóttir okkar en síðan hafa tvær dætur bæst við í hópinn og ein læða.  Ég hóf störf hjá útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækinu Ramma HF haustið 1999 og hef stjórnað rekstri Ramma hér í bæ frá aldamótum.


Ég var virkur í starfi Kiwanis fyrstu árin hér í Þorlákshöfn en árið 2010 færði ég mig yfir í körfuboltann og hef verið í stjórn Körfuknattleiksdeildar Þórs nær óslitið frá þeim tíma og er nú auk þess í Meistaraflokksráði karlaliðs Þórs og formaður Meistaraflokksráðs kvennaliðs Hamars-Þórs.  Árið 2010 hóf ég einnig afskipti mín af sveitarstjórnarmálunum og var 1. varabæjarfulltrúi B lista til 2014 og síðan bæjarfulltrúi frá 2014 og þar til nú auk þess að sitja í ýmsum nefndum undanfarin þrjú kjörtímabil.

Segja má að körfuboltinn hafi verið fyrirferðarmikill hvað áhugamál varðar og ekki síst að fylgja dætrunum í æfingu og keppni í körfu sem og fimleikum.  Auk þess eru það ferðalög og útivist með fjölskyldunni af ýmsum toga, fjallgöngur, fjallahjóla og sjósund t.a.m. 

Það hefur verið sannur heiður að hafa fengið að taka þátt í að byggja upp samfélagið okkar hér í Ölfusi undanfarin 12 ár á vettvangi sveitarstjórnarmála og í öðru félagsstarfi frá því ég flutti hingað og mun ég taka þátt í því áfram enda spennandi tímar fram undan í sveitarfélaginu. 


Ég legg áherslu á að vanda þurfi til verka í þeim hraða uppvexti sem sveitarfélagið hefur verið undanfarin tvö kjörtímabil. Einnig þurfi að bæta og auka samtal og samráð á vettvangi bæjarstjórnar og nefnda og ekki síst við íbúa sveitarfélagsins þegar kemur að mikilvægum ákvörðunum sem áhrif hafa á samfélagið til framtíðar.

Jón Páll Kristófersson: About
Jón Páll Kristófersson: Pro Gallery
bottom of page