top of page
Hronn.jpg

HRÖNN GUÐMUNDSDÓTTIR

1. sæti

Hrönn Guðmundsdóttir 63 ára. Gift Hirti Bergmanni Jónssyni hafnarstjóra og eigum við þrjú börn og átta barnabörn sem öll búa í Þorlákshöfn.

Ég hef búið í Sveitarfélaginu Ölfusi frá haustinu 1979, þar af tuttugu ár á Læk í Ölfusi. Ég hef góða tengingu bæði við þéttbýlið og dreifbýlið.

Ég er garðyrkjufræðingur frá Reykjum í Ölfusi og skógfræðingur frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Ég hef víðtæka starfsreynslu m.a. við fiskvinnslu, vinnu á Leikskólanum Bergheimum og verslunarstörf. En frá 1999 vann ég við skógrækt, var skógræktarráðgjafi hjá Suðurlandsskógum samhliða því að vera gróðursetningarverktaki. Var Framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda, Verkefnisstjóri Hekluskóga og svo síðar verkefnisstjóri Þorláksskóga. Nú starfa ég í afleysingum á Níunni,  íbúðum aldraðra í mötuneyti.

Áhugamál mitt er skógrækt, en við hjónin eigum 80 hektara skóg í Ölfusinu auk þess sem ég er formaður Skógræktarfélags Ölfuss. Barnabörnin mín er einnig mikið áhugamál og eru mér ótrúlega dýrmæt. Það eru forréttindi að hafa þau svona nálægt sér því hér er gott að búa, lifa og leika.

Mínar áherslur eru áframhaldandi uppbygging hafnarinnar, og athafnasvæðisins í kringum höfnina fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi.  

Í ört stækkandi sveitarfélagi þurfa innviðir og stoðþjónusta að fylgjast að. Þétting á byggð í dreifbýlinu er staðreynd og henni verður ekki snúið því legg ég áherslu á skipulagsmál í dreifbýlinu. Samgöngur og uppbygging og viðhald vega er mikilvægari nú en oft áður vegna aukinna þungaflutninga sem bara aukast með stækkun hafnarinnar.

Ég brenn fyrir umhverfismálum og legg áherslu á fráveitumál og hreinsun úrgangs. Ég vil að sveitarfélagið standi betur með Þorláksskógaverkefninu bæði vegna mikilvægi þess í loftlagsmálum og ekki síður sem framtíðarútivistarsvæði sveitarfélagsins.

Mér finnst við þurfa að standa betur með mannauði okkar, ekki síst þeim sem vinnur hjá sveitarfélaginu. Það á að vera eftirsóknarvert að vinna hjá sveitarfélaginu. Án mannauðsins erum við lítils megnug.

Ég brenn einnig fyrir öldrunarmálum. Mér svíður hvernig komið er fyrir þeirri þjónustu sem eldri borgarar og öryrkjar eiga rétt á. Mér finnst þessum málaflokki hafa verið sýndur lítill áhugi og virðing. Vegna stöðugrar manneklu er þjónustan skorin niður eða henni sleppt. Þarna þurfum við að bretta upp ermar því fólkið okkar er að eldast og þeim fjölgar stöðugt sem þurfa á þjónustu að halda.

Hrönn Guðmundsdóttir: About Us
Hrönn Guðmundsdóttir: Pro Gallery
bottom of page