top of page
Hlynur.jpg

HLYNUR LOGI ERLINGSSON

5. sæti

Hlynur Logi Erlingsson heiti ég, 28 ára og er búsettur í Þorlákshöfn. Ég starfa sem stuðningsfulltrúi hér í bæ.

Ég er menntaður sjúkraflutningamaður, og hef ég alla tíð haft mikinn áhuga á að vinna með og í kringum fólk.

Ég er svo lánsamur að eiga einn fjörugan 3ja ára dreng sem heitir Högni Snær með unnustu minni henni Sigrúnu Hilmarsdóttur en hún starfar sem kerfisfræðingur og sækir hún vinnu til Reykjavíkur.

Ég er fæddur og uppalinn hér í Þorlákshöfn en þegar ég var 6 ára hélt ég á vit nýrra ævintýra með fjölskyldu minni í Flóahrepp. Þar hófum við búskap og hef ég í raun búið þar alla tíð síðan. Alltaf togaði samt Ölfusið í mig því það er staðurinn sem ég vil búa til framtíðar og ala upp barnið mitt, þar sem æskuminningar mínar héðan eru góðar.

Fyrir rúmum fimm árum síðan fluttumst við Sigrún hingað og festum kaup á okkar fyrsta húsnæði og sjáum við alls ekki eftir þeirri ákvörðun að koma hingað í hamingjuna.

En hvers vegna bíð ég mig fram í sveitarstjórnarkosningum?

Svarið er í raun einfalt ég vil leggja allt mitt að mörkum til að búa okkur sterkara samfélag til framtíðar. Ég vil að við leggjum góðan grunn að samfélagi sem börnin okkar vilja setjast að til frambúðar, og þar sem ég vil eldast. Þar sem íbúar frá erlendum uppruna fá sömu þjónustu og innfæddir.

Nú fer bærinn ört vaxandi með mikilli uppbyggingu sem er til góðs og vil ég halda því starfi áfram. Uppbygging og þjónusta verða samt að haldast í hendur og vill ég eftir fremsta megni reyna að styrkja þau gildi. Við þurfum að fjárfesta í innviðum og auka þjónustustig bæjarins t.d. þjónustu við eldri borgara og velferð barna. Þar sem öll fjölskyldan nýtur góðs af.

Til að byggja upp betra umhverfi þurfum við líka að leggja áherslu á að vinnustöðvar og atvinna haldist í hendur hér í Ölfusi, framboð á atvinnu og tækifæri fyrirtækja að rækta og stækka og breikka frumkvöðlastarfsemi til fulls.

Hlynur Logi Erlingsson: About
Hlynur Logi Erlingsson: Pro Gallery
bottom of page