top of page
Helga_edited.jpg

HELGA ÓSK GUNNSTEINSDÓTTIR

10. sæti

Ég heiti Helga Ósk og er 19 ára nemi við Fjölbrautaskóla Suðurlands og mun ljúka stúdentsprófi þaðan nú í vor. Ég er fædd í Reykjavík en hef búið á Kirkjubæjarklaustri, í Árósum í Danmörku, á Hellu og hef nú búið hér í Þorlákshöfn frá því ég var 10 ára. Ég gekk í tvo leikskóla og fjóra grunnskóla sem alltaf hefur gengið vel og ég hef alltaf verið fljót að aðlagast nýjum aðstæðum og kynnst góðu fólki á öllum þessum stöðum.


Ég er elst fjögurra systra og foreldrar mínir hafa líka alltaf haldið vel utan um okkur systurnar og þau eru mínar fyrirmyndir.

Í 10. bekk var ég formaður nemendaráðs og hef ég átt sæti í ungmennaráði Ölfuss árin 2018-20. Ég hef mikinn áhuga á jafnréttismálum og velferðarmálum og tek sæti á lista Framfarasinna í Ölfusi fyrir þessar sveitarstjórnarkosningar til að öðlast innsýn og reynslu í heim stjórnmálanna og hef trú á því að ég geti komið skoðunum og vilja ungs fólks á framfæri til að byggja hér upp aðlaðandi og gott samfélag sem eftirsóknarvert er að búa í.

Helga Ósk Gunnsteinsdóttir: About
Helga Ósk Gunnsteinsdóttir: Pro Gallery
bottom of page