top of page
Morgunrodi.jpg

VINNUM SAMAN AÐ FAGLEGRI ÞJÓNANDI STJÓRNSÝSLU

Stjórnsýslan á að vera fagleg, sanngjörn, gegnsæ, heiðarleg og lýðræðisleg. Ávallt þarf að gæta að góðum stjórnsýsluháttum, aldrei á að gefa afslátt af réttindum íbúanna og jafnræði verður að virða.


Framfarasinnar í Ölfusi leggja áherslu á að stjórnsýslan sé leiðandi, opin, þjónandi og skilvirk. Við viljum að framkvæmdir, verkefni og erindi fái góða og markvissa úrvinnslu með betra aðgengi að bæjarfulltrúum og bæjarstjóra og styttri boðleiðum.


Við gerð fjárhags- og framkvæmdaáætlunar er mikilvægt að upplýsingagjöf til bæði starfsfólks og ekki síður íbúa sé góð. Lögbundið er að fjárhagsáætlun skuli fylgja greinargerð sem lýsi þeim forsendum sem byggt er á. Einnig skal fylgja lýsing helstu framkvæmda og skuldbindinga sem gert er ráð fyrir. Það er því sjálfsagt að ítarleg greinargerð fylgi fjárhags- og framkvæmdaáætlun svo allir viti hvaða forsendur liggja að baki og hver framtíðarsýn sveitarfélagsins er.


Laus störf hjá sveitarfélaginu skal alltaf auglýsa. Framfarasinnar vilja þannig auglýsa starf bæjarstjóra og ráða hæfasta einstaklinginn í faglegu ferli.

Vinnum saman að:

- vönduðum vinnubrögðum

- því að opna bókhald sveitarfélagsins og auka gegnsæi

- aukinni samvinnu kjörinna fulltrúa

- því að standa saman að ákvarðanatökum

- betri upplýsingagjöf um forsendur fjárhagsog framkvæmdaáætlana

- því að hlúa að starfsfólki sveitarfélagsins til að tryggja árangur og vellíðan í starfi

- því að forstöðufólk yfir stofnunum sveitarfélagins verði áheyrnarfulltrúar í viðeigandi nefndum

- betra og meira samstarfi á milli nágrannasveitarfélaga


- því að endurskoða síðustu breytingar sem gerðar voru á stjórnkerfi sveitarfélagsins til að stytta boðleiðir


- því að stofna fimm manna tengslateymi til að efla samvinnu, upplýsingaflæði og tengingu á milli þéttbýlis og dreifbýlis


- því að fulltrúi sýslumanns verði viðstaddur útdrátt á lóðum hjá sveitarfélaginu til að taka af allan vafa um hlutleysi og til að gæta jafnræðis


- því að auka samtalið við íbúa sveitarfélagsins þegar kemur að mikilvægum ákvörðunum sem áhrif hafa á samfélagið til framtíðar


- samstöðu, heiðarleika og einlægni í samskiptum í stjórnsýslunni

Myndin á síðunni er eftir Þórarinn Gylfason.

Vinnum saman að faglegri þjónandi stjórnsýslu: About Us
bottom of page