top of page
Emil.jpg

EMIL KAREL EINARSSON

7. sæti

Emil Karel Einarsson, sjúkraþjálfari.

Ég er 28 ára fæddur og uppalinn Þorlákshafnarbúi. Sambýliskona mín er Sólbjört María Jónsdóttir. Ég útskrifaðist með meistaragráðu í sjúkraþjálfun árið 2021 úr Háskóla Íslands og starfa nú í Mátt sjúkraþjálfun á Selfossi. Einnig leik ég körfubolta með Þór Þorlákshöfn og hef verið fyrirliði í liðinu frá árinu 2014.

Áhugamálin mín eru íþróttir, stangveiði og útivera.

Ég vil hvetja til almennar hreyfingar í samfélaginu fyrir fólk á öllum aldri. Ég vil halda áfram að efla yngri flokkastarf í Þorlákshöfn til að börn fái fjölbreytta hreyfingu. Sama gildir fyrir alla, ég vil bæta úrræði fyrir fólk á miðjum aldri til að stunda hreyfingu, þá sérstaklega eftir erfið Covid ár.

Fyrir einstaklinga á eftirlaunum er mikilvægt að halda sér á hreyfingu og því vil ég einbeita mér að sinna því forvarnarstarfi og bæta líkamlega heilsu.

Emil Karel Einarsson: About
bottom of page