
EMIL KAREL EINARSSON
7. sæti
Emil Karel Einarsson, sjúkraþjálfari.
Ég er 28 ára fæddur og uppalinn Þorlákshafnarbúi. Sambýliskona mín er Sólbjört María Jónsdóttir. Ég útskrifaðist með meistaragráðu í sjúkraþjálfun árið 2021 úr Háskóla Íslands og starfa nú í Mátt sjúkraþjálfun á Selfossi. Einnig leik ég körfubolta með Þór Þorlákshöfn og hef verið fyrirliði í liðinu frá árinu 2014.
Áhugamálin mín eru íþróttir, stangveiði og útivera.
Ég vil hvetja til almennar hreyfingar í samfélaginu fyrir fólk á öllum aldri. Ég vil halda áfram að efla yngri flokkastarf í Þorlákshöfn til að börn fái fjölbreytta hreyfingu. Sama gildir fyrir alla, ég vil bæta úrræði fyrir fólk á miðjum aldri til að stunda hreyfingu, þá sérstaklega eftir erfið Covid ár.
Fyrir einstaklinga á eftirlaunum er mikilvægt að halda sér á hreyfingu og því vil ég einbeita mér að sinna því forvarnarstarfi og bæta líkamlega heilsu.