top of page
Axel.jpg

AXEL ORRI SIGURÐSSON

11. sæti

Axel Orri Sigurðsson heiti ég og er 25 ára stýrimaður á fraktskipi í millilanda siglingum og hundaþjálfari.

Ég og kærasta mín fluttumst til Þorlákshafnar fyrir hálfu ári síðan ásamt hundi okkar og hestum. Í Þorlákshöfn bauðst okkur lægra fasteignaverð en á höfuðborgarsvæðinu, fjölbreytt landsvæði tilútivistar, hentugri staður til að eiga dýr en það var farið að þrengja að hestahaldi þar sem við vorum áður.


Við dýrkum að vera hér og viljum byggja upp okkar framtíð í Þorlákshöfn.

Það getur varla verið neitt heimilislegra en að búa í Þorlákshöfn, maður fær persónulegt og gott viðmót alls staðar þar sem maður fer, þetta er eitt af gildum bæjarins sem verður að halda í. Fleiri en við hafa sóst eftir að búa í sveitarfélaginu og það hefur farið ört vaxandi á stuttum tíma.


Skortur er á húsnæði sem hentar fjölskyldum og forðast verður að byggja einsleitt bæjarfélag. En það er ekki nóg að byggja húsnæði heldur verður líka að byggja aðstöðu til afþreyingar, verslunar og veitingastaða. Bæjarmyndin þarf að vera fjölbreytt og skemmtileg.

Aðstaða til hestamennsku í Þorlákshöfn er frábær og býður uppá marga möguleika. Nú er staðan sú að öll hesthúsapláss eru uppseld. Halda þarf áfram að byggja upp hesthúsahverfið til þess að fleiri geti notið þess með sína hesta.

Einnig þarfnast hundasvæðið í Þorlákshöfn lagfæringar, hækka þarf girðinguna og fjarlægja gaddavírinn.

Efla þarf íþrótta- og æskulýðsstarf í sveitarfélaginu. Ég var bæði í skátum og KFUM þegar ég var yngri sem gerði mikið fyrir mig. Tel ég því mikilvægt að hafa góða og öfluga íþrótta- og æskulýðsstarfsemi. Hvorki skátahreyfingin eða KFUM/KFUK eru starfandi í sveitarfélaginu í dag.

Flýtum okkur hægt og gerum hlutina vel.

Axel Orri Sigurðsson: About
Axel Orri Sigurðsson: Pro Gallery
bottom of page