top of page
9an.jpg

VINNUM SAMAN AÐ BETRI ÞJÓNUSTU VIÐ ALDRAÐA

Jákvæð skref hafa verið tekin í málefnum aldraðra á liðnum árum. Búið er að fjölga íbúðum við 9-una og næstu skref eru að byggja dagdvöl og bæta aðstöðu starfsmanna. Boðið er upp á akstursþjónustu og heilsueflingu, sem er mjög gott til að gefa fólki kost á aukinni þátttöku í samfélaginu og til að draga úr einangrun.


Í stefnu ríkisins í öldrunarmálum er markmiðið að aldraðir búi sem lengst heima. Við verðum því að vera tilbúin til að bæta heimaþjónustu í samræmi við þarfir og gera það í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Framfarasinnar leggja áherslu á gott stuðningsnet sem heldur utan um þarfir eldri borgara í öllu sveitarfélaginu, þar sem félagsþjónusta, dagdvöl og heilsugæsla vinna náið saman að því að veita heildstæða þjónustu. Velferðartækni hefur fleygt fram á síðustu árum og fjölmargar áhugaverðar tækninýjungar er hægt að innleiða í þjónustu við aldraða, s.s. fjarheilbrigðisþjónustu. Fjarheilbrigðisþjónusta hefur gefið góða raun víða og eykur öryggi aldraðra sem búa í heimahúsum.


Eftir því sem fólk eldist verður meiri þörf á sólarhrings öryggisvakt í þjónustuhúsi aldraðra en einnig þarf að bæta í heildstæða kvöld- og helgarþjónustu. Þessa þjónustu þarf að endurmeta reglulega og hana þarf að auka og bæta eftir þörfum.

Vinnum saman að:

- því að ráða forstöðumanneskju í 100% stöðu á 9-una

- því að koma á velferðarteymi sem sinna mun þjónustu við aldraða

- því að fjölga rýmum í dagdvöl

- því í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld að fá hjúkrunarrými á 9-una

- greiningu á þörf fyrir öldrunarþjónustu nú og í næstu framtíð til að hafa yfirsýn

- því að ráða í stöðu bakvaktar til að tryggja öryggi eldri borgara allan sólarhringinn

- því að auka samvinnu við HSU um heimaþjónustu og heimahjúkrun, m.a. með fjarheilbrigðisþjónustu

- því að aldraðir hafi kost á heimsendum mat alla daga - áframhaldandi uppbyggingu íbúða og þjónustaðstöðu fyrir aldraða

- því að bæta aðgengi, laga göngustíga í bænum og bæta við bekkjum til að hvetja til hreyfingar

- því að veita áfram góðan stuðning við félags- og tómstundastarf aldraðra og leggjum áherslu á að bæta við flóruna, t.d. með smíðastofu og matjurtarækt

Myndin á síðunni er eftir Þórarinn Gylfason

Vinnum saman að betri þjónustu við aldraða: About
bottom of page