
ARNAR BJARKI ÁRNASON
9. sæti
Ég er menntaður Vél- og orkutæknifræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Ég hef starfað hjá verkfræðistofunni Mannvit síðan 2008 í bortæknideild á jarðvarmasviði við margvísleg jarðhitaverkefni bæði á Íslandi og erlendis við meðal annars hönnun, eftirlit og umsjón verkefna. Síðustu tvö árin hef ég aðalega unnið við umsjón borverks í Eþíópíu.
Ég er kvæntur Coru Jovönnu Claas og saman eigum við tvö börn. Fjölskyldan býr á Bjarnastöðum í Ölfusi þar sem rekinn er reiðskóli, lítið gistiheimili ásamt hestaleigu og auk þess er stunduð hrossarækt á bænum. Á Bjarnastöðum búa 3 hundar 10 hænur og um 25 hestar auk fjölskyldunnar.
Hef mestan áhuga á skipulags- og umhverfismálum og vill sjá Ölfusið þróast í íbúa- og umhverfisvæna átt þar sem öryggi og velferð íbúa er í fyrsta sæti.
Við áframhaldandi uppbyggingu sveitarfélagsins þarf að leggja áherslu á sjálfbærni og styðja við nýsköpunar verkefni.
Ákvarðanataka við uppbyggingu og þróun sveitarfélagsins þarf að byggjast á vönduðum vinnubrögðum og góðum upplýsingum.