top of page
Anna_Bjorg.jpg

ANNA BJÖRG NÍELSDÓTTIR

14. sæti

Anna Björg Níelsdóttir, bókari


Ég er 52 ára, gift Sigurði Sigurðssyni vélvirkja og eigum við þrjú börn og tvö barnabörn. Við búum á Sunnuhvoli í Ölfusi. Ég er uppalin í Kópavogi en flutti í Ölfusið árið 1996 og þá stofnuðum við nýbýlið Sunnuhvol. Ég vinn á Toyota á Selfossi við bókhald en einnig rekum við fjölskyldan hestamiðstöð að Sunnuhvoli.

Áhugamál mín eru fjölskyldan, hestarnir, hundarnir og búið okkar að Sunnuhvoli.

Ég útskrifaðist sem garðyrkjufræðingur frá Reykjum í Ölfusi árið 1994 og var starfandi innan þess geira til ársins 2012 en hef unnið samhliða því við bókhald síðan 1997.

Ég var bæjarfulltrúi í Ölfusi á árunum 2010-2018 og var á þeim tíma formaður skipulags- byggingar og umhverfisnefndar, sat í bæjarráði og var formaður þess frá 2014-2016, sat í stjórn SASS og Sorpstöðvar Suðurlands auk þess að koma að málefnum Reykjadals og Þorláksskóga.

Mín áherslumál eru tengd skipulagi og umhverfi auk þess vil ég sjá gott samstarf Ölfuss við nágrannasveitarfélögin.

Ég vil leggja mitt að mörkum til að styðja það frábæra fólk sem skipar þennan lista til góðra verka fyrir samfélagið okkar.

Anna Björg Níelsdóttir: About
bottom of page